Kimi Räikkönen fagnaði endurreisn Ferrari með sigrinum örugga í Sepang. Varð hann 20 sekúndum á undan næsta manni og hélt upp á að fimm ár eru liðin frá því hann vann sinn fyrsta mótssigur, í þessari sömu braut.
Ferraribílarnir féllu báðir úr leik í Melbourne fyrir viku. Þeir drottnuðu hins vegar í morgun en Felipe Massa gerði hins vegar afdrifarík akstursmistök á 30. hring af 56 og féll úr leik.
Með sigrinum er Räikkönen í öðru sæti og skammt á eftir Lewis Hamilton í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra eftir tvö mót.
„Ég bjóst aldrei við erfiðleikum hér eins og við urðum fyrir í Ástralíu. Allt gekk upp fullkomlega og ég tók því rólega til að tryggja að ekkert gengi úrskeiðis. Við hvíldum mótorinn. Þetta var fullkomin endurreisn. Ég væri glaðari ef Felipe hefði orðið annar,“ sagði Räikkönen eftir 16. sigurinn á ferlinum í formúlu-1.
Staðan í stigakeppni ökuþóra