Hamilton bensínþungur

Hamilton virðist standa vel að víg fremstur á rásmarki með …
Hamilton virðist standa vel að víg fremstur á rásmarki með KERS í þokkabót.

Bíll Lewis Hamilton hjá McLaren er þyngstur átta fremstu bílanna á rásmarkinu í Singapúr. Óljóst er þó hvort hann er með meira bensín en ökumenn hinna sjö bílanna þar sem KERS-búnaður er í McLarenbílnum en ekki hinum.

Gagnist KERS-búnaðurinn Hamilton til fulls í ræsingunni og í stöðuslag á fyrstu hringjum ætti hann að standa vel að vígi. Ekki síst gagnvart Sebastian Vettel hjá Red Bull sem er með 10 kílóum léttari bíl. 

Bíll Nico Rosberg hjá Williams, sem hefur keppni þriðji, er fjórum kílóum léttari en silfurör McLaren. Sex kílóum léttari er Mark Webber hjá Red Bull á fjórða rásstað en Renaultinn hjá Fernando Alonso er 2,5 kg léttari en bíll Hamilton.

Að teknu tilliti til KERS mætti ætla, að Hamilton sé ekki með eins mikið bensín og þessir fjórir og taki sitt fyrsta þjónustustopp nokkru fyrr. Það dæmi getur dekkjaval reyndar flækt enn frekar.

Bíll Hamiltons vegur 660,5 kíló á rásmarkinu og Toyota Timo Glock í sjötta sæti er jafn þung. Þyngstur er bíll Adrians Sutil hjá Force India eða 693 klíló. Næstþyngstur er Jarno Trulli hjá Toyota eða 690,9 kg. Gefur það til kynna allt aðra keppnisáætlun, jafnvel aðeins eitt þjónustustopp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert