Todt kosinn forseti FIA

Jean Todt er nýr forseti FIA.
Jean Todt er nýr forseti FIA.

Frakkinn Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari, var kosinn forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) í París í dag. Hann tekur við af Max Mosley sem barðist ákaft fyrir kjöri Todt.

Todt keppti um starfið við Ari Vatanen , finnskan fyrrverandi heimsmeistara í ralli. Lyktaði kosningu þann veg, að Todt fékk 135 atkvæði og Vatanen 49 en 12 atkvæði voru auð eða ógild.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert