Schumacher enn í lífshættu

Michael Schumacher hlaut alvarlega höfuðáverka er hann féll á skíðum í Meribel í Frakklandi í gær. Þá varð hann fyrir heilablóðfalli og segja læknar háskólasjúkrahússins í Grenoble ástand hans alvarlegt; hann sé ekki úr lífshættu.

Í tilkynningu prófessors Chabardes taugaskurðlæknis og prófessors Payen svæfingalæknis og framkvæmdastjóra spítalans segir að Schumacher hafi hlotið alvarlega höfuðáverka og verið í dái er komið var með hann á sjúkrahúsið. Hafi tafarlaus aðgerð vegna áverkanna verið aðkallandi og framkvæmd. Hún hafi gengið eðlilega fyrir sig en áfram sé líf hans og heilsa í hættu.

Michael Schumacher er í lífshættu.
Michael Schumacher er í lífshættu. mbl.is/afp
Skíðasvæðið í Meribel. Rauði hringurinn á norðvesturfjórðungi myndarinnar sýnir svæðið …
Skíðasvæðið í Meribel. Rauði hringurinn á norðvesturfjórðungi myndarinnar sýnir svæðið þar sem Schumacher slasaðist.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert