Stytt um tvo hringi

Köflótta flagginu veifað öðru sinni til marks um sigur Hamiltons …
Köflótta flagginu veifað öðru sinni til marks um sigur Hamiltons í Sjanghæ. Því var líka veifað framan í hann einum hring áður. mbl.is/afp

Dómarar kínverska kappakstursins voru full fljótfærir er að lokum kínverska kappakstursins dró í Sjanghæ. Rugluðust þeir í ríminu og veifuðu köflótta flagginu framan í Lewis Hamilton hring of snemma.

Með skírskotun til keppnisreglna ákváðu dómararnir svo vegna þessara mistaka, að opinber úrslit kappakstursins skyldu ekki teljast við lok 56. hrings, heldur við lok 54. hrings. Þar með styttu þeir í raun kappaksturinn um tvo hringi þó ökumenn hafi lagt alla 56 að baki.

Hamilton kallaði upp lið sitt í talstöðinni á lokahringnum og greindi því frá mistökunum.

Breytingin á úrslitunum, að miðað þau við lok 54. hrings í stað 56., hefur engin áhrif á röð keppenda nema þau, að Kamui Kobayashi hjá Caterham færist niður í 18. sæti úr því 17. þar sem hann tók fram úr Jules Bianchi á Marussia í 14. beygju á 56. og síðasta hring. Endurheimtir Bianchi því 17. sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert