Fangio mestur allra frá upphafi

Fangio á ferð í argentínska kappakstrinum 1955 á Mercedesbíl.
Fangio á ferð í argentínska kappakstrinum 1955 á Mercedesbíl.

Nú liggur fyrir hver er mesti ökumaður allra tíma í formúlu-1. Og það er hvorki Michael Schumacher, Lewis Hamilton, Alain Prost né Fernando Alonso. Hver annar getur það þá  verið?

Reiknimeistarar við vísindastofnun í Sheffield á Englandi hafa bjuggu til sérstakt reiknilíkan, algrím, sem tekur meðal annars tillit til tæknilegt ástand bílanna og getu hverju sinni. Leiddu útreikningarnir í ljós, að geta bílanna er að 85% framlag liðsins og 15% skrifast á ökumennina.

Sömuleiðis sýndu útreikningarnir að um tveir þriðju framlags liðsins hélst stöðugt í gegnum tíðina. Það sem á vantar tók breytingum vegna breytinga á liðum.

Þegar tekið hafði verið tillit til allra forsenda var það heildar niðurstaða útreikninganna, að mesti ökumaður formúlu-1 frá upphafi væri argentínski ökumaðurinn Juan Manuel Fangio. Vann hann 24 mót af alls 51 á ferlinum. Síðast stóð hann á verðlaunapalli árið 1957 er hann var 46 ára.
   
Fangio, sem fæddist í bænum Balcarce í Argentínu, hóf keppni af fremstu rásröð í 48 mótum af 51, slík var færni hans og geta bílanna sem hann keppti á. Stóð hann 29 sinnum á verðlaunapalli. Hann lést árið 1995, 84 ára að aldri.  Ók hann á sínum tíma fyrir Alfa Romeo, Maserati, Mercedes, Ferrari, en keppnisferill hans spannaði frá 1950 til 1958.

Annar mesti ökumaður allra tíma er Frakkinn Alain Prost og sá þriðji mesti Fernando Alonso. Í fjórða sæti er Englendingurinn Jim Clark og fimmti Brasilíumaðurinn Ayrton Senna.

Hefði Michael Schumacher látið ógert að ráða sig til Mercedes til þriggja ára eftir að hann hafði hætt keppni væri hann í þriðja sæti. Í útreikningunum dregur árangur hans eftir 2006, eða réttara sagt skortur á árangri,  hann hins vegar niður í níunda sætið. Hafnar hann þar einu sæti á eftir Emerson Fittipaldi og einu á undan Sebastian Vettel.

Aðeins sjö af núverandi ökumönnum formúlunnar er  að finna á listanum yfir 100 bestu ökumenn sögunnar, þar á meðal Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Jenson Button. Er greint frá niðurstöðu reiknikúnsta þessara í tímaritinu Journal of Quantitative Analysis in Sports. Athyglisvert er að sjálfur Niki Lauda, þrefaldur heimsmeistari í formúlu-1 og einn af helstu stjórnendum Mercedesliðsins í dag, kemst ekki á listann.

Fangio í belgíska kappakstrinum 1955 á silfurör frá Mercedes-Benz.
Fangio í belgíska kappakstrinum 1955 á silfurör frá Mercedes-Benz.
Fangio keppti um tíma fyrir Ferrari.
Fangio keppti um tíma fyrir Ferrari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert