Nýjar reglur loks í höfn

Romain Grosjean hjá Haas a seinni æfingunni í Sotsjí í …
Romain Grosjean hjá Haas a seinni æfingunni í Sotsjí í dag. AFP

Nýjar reglur um vélar formúlubílanna á árunum 2017 til 2020 eru loks í höfn. Margra mánaða viðræður og þrætur um verð og aðgengi að vélunum hafa þar með leitt til niðurstöðu.

Fyrir það fyrsta mun verð á vélum til viðskiptaliða vélsmiðsins lækka stórlega frá því sem nú er samkvæmt samkomulaginu. Þannig mun vélareintak lækka um eina milljón evra 2017 frá 2016-verðinu og um þrjár milljónir evra til viðbótar 2018.

Dregið verður úr kostnaði við smíði vélanna með breytingum á tæknireglum 2017 og 2018 þar sem fækkað verði jafnt og þétt hversu mörgum vélum og einstökum vélarhlutum hver ökumaður fær úr að spila á hverri vertíð.

Auknar skyldur eru lagðar á vélarframleiðendur að leggja liðum til aflrásir. Fari svo að lið standi frammi fyrir því að fá ekki samning um vélar getur Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA)  skikkað vélsmið til að taka það upp á arma sína.

Ennfremur kveður samkomulagið á um ýmsar aðgerðir til að jafna vélarafl liðanna allra. Sérstakar heimildir til uppfærsla vélbúnaðar falla niður 2017 og settar verða skorður við þyngd og stærð einstakra hluta aflrásarinnar og takmarkað verður hvaða málma megi brúka við smíði þeirra.

Loks kveður samkomulagið á um rannsóknir um leiðir til að bæta hljóð sem stafa frá vélum formúlu-1 bílanna, sem þótt hefur ekki nógu kröftugt um tveggja ára skeið.


 

Rússinn Daniil Kvyat á heimavelli í Sotsjí við Svartahaf. Er …
Rússinn Daniil Kvyat á heimavelli í Sotsjí við Svartahaf. Er hann hér á Red Bull bílnum á seinni æfingu dagsins. AFP
Renault er meðal vélsmiða formúlunnar. Hér er Kevin Magnussen á …
Renault er meðal vélsmiða formúlunnar. Hér er Kevin Magnussen á ferð í Sotsjí í dag. AFP
Ferrari sér nokkrum liðum fyrir vélum í keppnisbíla sína. Hér …
Ferrari sér nokkrum liðum fyrir vélum í keppnisbíla sína. Hér er Kimi Räikkönen á ferð í Sotsjí í dag. AFP
Öflugasta vélin er talin vera í Mercedesbílunum. Hér er Nico …
Öflugasta vélin er talin vera í Mercedesbílunum. Hér er Nico Rosberg á seinni æfingunni í Sotsjí í dag. AFP
Williams nýtur véla frá Mercedes í ár sem í fyrra. …
Williams nýtur véla frá Mercedes í ár sem í fyrra. Hér er Valtteri Bottas á ferð í Sotsjí í dag. AFP
Manorbílarnir eru knúnir ársgömlum vélum frá Mercedes. Hér er Rio …
Manorbílarnir eru knúnir ársgömlum vélum frá Mercedes. Hér er Rio Haryanto á ferð í Sotsjí í dag. AFP
Bílar Red Bull eru knúnir Renaultvélum. Hér er Daniel Ricciardo …
Bílar Red Bull eru knúnir Renaultvélum. Hér er Daniel Ricciardo á seinni æfingu dagsins í Sotsjí. AFP
Jenson Button á ferð í Sotsjí í dag á McLarenbílnum …
Jenson Button á ferð í Sotsjí í dag á McLarenbílnum sem knúinn er Hondavél. McLaren er sem stendur eina liðið sem brúkar vélar frá Honda. AFP
Red Bull Racing's Russian driver Daniil Kvyat steers his car …
Red Bull Racing's Russian driver Daniil Kvyat steers his car during the second practice session of the Formula One Russian Grand Prix at the Sochi Autodrom circuit on April 29, 2016. / AFP PHOTO / ALEXANDER NEMENOV ALEXANDER NEMENOV
Toro Rosso brúkar Ferrarivélar í ár í stað Renault í …
Toro Rosso brúkar Ferrarivélar í ár í stað Renault í fyrra. Hér er Carlos Sainz á ferð í Sotsjí í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka