Ricciardo gagnrýnir mistök Red Bull

Vélvirkjarnir við dekkjaskiptinguna misheppnuðu á bíl Daniel Ricciardo.
Vélvirkjarnir við dekkjaskiptinguna misheppnuðu á bíl Daniel Ricciardo. AFP

Daniel Ricciardo var ekki beinlínis ánægður með liðsmenn sína eftir kappaksturinn í Mónakó. Segir hann að tveimur mótshelgum í röð hafi verið klúðrað fyrir sér.

Ricciardo rauk í burtu frá keppninautunum og byggði upp góða forystu sem gufaði upp í öðru dekkjastoppi hans. Missti hann þá Lewis Hamilton hjá Mercedes fram úr og varð af sigri.

Þjónustusveit Red Bull var ekki tilbúin með ofurmjúku dekkin sem hún átti að setja undir bílinn. Fyrir bragðið tók stoppið margfalt meiri tíma en eðlilegt er og kom Ricciardo út úr því rétt fyrir aftan Hamilton. Þannig hélst röð þeirra til mótsloka.

„Í hreinskilni sagt vil ég helst ekki segja aukatekið orð um þennan kappakstur,“ sagði Ricciardo, minnugur þess að herfræðin sem liðið valdi honum í Spánarkappakstrinum í Barcelona felldi hann úr forystu og niður í fjórða sæti á endamarki.

„Ég býst við að áhorfendum hafi fundist við setja upp góða sýningu en hún hefði ekki átt að vera eins spennandi og hún varð. Tveimur keppnishelgum í röð hefur verið klúðrað fyrir mig. Það er sár,“ segir Ricciardo. 

Hann skýrði frá því að það hefði verið liðsstjórnin sem kallaði hann inn til dekkjaskipta og setja þurrdekk undir. „Ég var kallaður inn að skúr. Þeir hefðu átt að vera tilbúnir, meira langar mig ekki að segja.“ Einhvers konar misskilningur - eða misheppnuð boðskipti milli stjórnborðs og bílskúrs mun hafa valdið því að þjónustusveitin var ekki tilbúin þegar Ricciardo renndi í hlað.




 

Daniel Ricciardo (l.t.v.) er óhress með endurtekin afglöp liðsmanna sinna.
Daniel Ricciardo (l.t.v.) er óhress með endurtekin afglöp liðsmanna sinna. AFP
Daniel Ricciardo kemur þjótandi út úr undirgöngunum í Mónakó í …
Daniel Ricciardo kemur þjótandi út úr undirgöngunum í Mónakó í dag. AFP
Daniel Ricciardo hafði góða forystu allt þar til að dekkjaklúðrinu …
Daniel Ricciardo hafði góða forystu allt þar til að dekkjaklúðrinu kom. AFP
Daniel Ricciardo svarar spurningum blaðamanna í Mónakó.
Daniel Ricciardo svarar spurningum blaðamanna í Mónakó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert