Biður Ricciardo afsökunar

Daniel Ricciardo stakk fljótt af á regndekkjunum í Mónakó. Hér …
Daniel Ricciardo stakk fljótt af á regndekkjunum í Mónakó. Hér eru Nico rosberg og Lewis Hamilton þó enn í humátt á eftir honum. AFP

Helmut Marko, einn æðsti stjórnandi Red Bull liðsins og hægrihönd eiganda þess, hefur beðið  Daniel Ricciardo afsökunar á því að hafa fært Mercedesliðinu sigur í Mónakókappakstrnium á silfurfati.

Ricciardo stakk keppinautana af á regndekkjum en missti forystuna í hendur Lewis Hamilton er hann skipti yfir á þurrdekk. Þegar hann kom inn að bílskúr til skiptanna voru dekkin ekki tilbúin. Fór langur tími forgörðum og leiddi það til þess að Ricciardo kom út úr dekkjastoppinu rétt fyrir aftan Hamilton.

„Við færðum Mercedes þetta á silfurfati,“ segir Marko. „Því miður átti heilmikill misskilningur sér stað og boðskipti voru ekki rétt. Við munum rannsaka hvað gerðist í bílskúrareininni og komast að hinu sanna. Þetta voru mannleg mistök. Ég finn mjög til með Daniel, allt og sumt sem við getum geret er að biðja hann afsökunar.

Daniel Ricciardo að koma út úr undirgöngunum í Mónakó.
Daniel Ricciardo að koma út úr undirgöngunum í Mónakó. AFP
Frá dekkjaskiptunum misheppnuðu við bílskúr Red Bull í Mónakó.
Frá dekkjaskiptunum misheppnuðu við bílskúr Red Bull í Mónakó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert