Vettel lætur til sín taka

Vettel á æfingunni í Montreal í dag.
Vettel á æfingunni í Montreal í dag. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari sló heldur betur frá sér á lokaæfingunni í Montreal og setti besta brautartíma það sem af er kanadísku kappaksturshelginni. Næsthraðast ók Max Verstappen hjá Red Bull og þriðja besta hringinn átti Nico Rosberg hjá Mercedes.

Vettel ók hringinn á 1:13,919 mínútum en Verstappen á  1:14,158 og Rosberg á 1:14,316 mín. Kimi Räikkönen  var svo aðeins 16 þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen í fjórða sæti á  1:14,332 mín. Bendir þetta til að uppfærsla í Ferrarivélinni sem tekin var í notkun í Montreal sé að skila árangri.

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á báðum æfingum gærdagsins en í dag varð hann fimmti á lista yfir hröðustu hringi þegar upp var stað, með 1:14,334 mínútur sem besta tíma.

Í sætum fimm til tíu urðu  Daniel Ricciardo hjá Red Bull (1:14,487), Carlos Sainz hjá Toro Rosso (1:14,655), Fernando Alonso hjá McLaren (1:14,801), Sergio Perez hjá Force India (1:14,886) og Felipe Massa hjá Williams (1:14,890).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert