Hamilton á ráspól

Nico Hülkenberg (fyrir miðju) og Lewis Hamilton takast í hendur …
Nico Hülkenberg (fyrir miðju) og Lewis Hamilton takast í hendur eftir tímatökuna í Spielberg, en hugur Rosbergs (l.t.v.) er annars staðar. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes hreppti ráspól austurríska kappakstursins eftir miklar sviptingar í lokalotu tímatökunnar í Spielberg ío Steirufjöllum. Annar varð liðsfélagi hans Nico Rosberg og þriðji Nico Hülkenberg hjá Force India.

Rosberg þarf að taka út afturfærslu á rásmarkinu um fimm sæti vegna gírkassaskipta. Hefur hann því leik af sjöunda rásstað. Sebastian Vettel hjá Ferrari tekur út sömu refsingu og færist úr fjórða sæti í það níunda.

Vegna alls þessa hefur Jenson Button hjá McLaren leik í þriðja sæti en hann lauk tímatökunni í fimmta sæti.

Lokalotan hófst í uppstyttu eftir rigningu og ökumenn á millidekkjum vegna vatns á brautinni. Aksturslínan þornaði hratt og undir lokin freistuðust ökumenn því til að prófa þurrdekk. Við það skiptu efstu tvö sætin mjög oft um hendur og þótt menn sætu á toppnum er tvær mínútur voru eftir var það engin trygging. Þannig enduðu tveir slíkir, Max Verstappen á Red Bull og Felipe Massa á Williams, í níunda og tíunda sæti.

Ráspóllinn er sá fimmti hjá Hamilton á árinu og sá 54. á ferlinum. Á hann alla möguleika á að minnka aftur forskot Rosbergs í titilslagnum þar sem sá síðarnefndi hefur keppni sex sætum aftar. 

Kimi Räikkönen hjá Ferrari hefur keppni fjórði, Daniel Ricciardo hjá Red Bull fimmti, Valtteri Bottas hjá Williams sjötti, Verstappen áttundi og Massa tíundi.

Pascal Wehrlein hjá Manor náði sínum langbesta árangri í tímatöku, hafnaði í tólfta sæti.

Lewis Hamilton fer hér fremstu rí Spielberg í dag.
Lewis Hamilton fer hér fremstu rí Spielberg í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert