Hamilton rétt á undan

Svalt var og rakt er æfingin hófst í Silverstone í …
Svalt var og rakt er æfingin hófst í Silverstone í morgun. Í þessari braut eru stuðningsmenn Lewis Hamilton fjölmennir. AFP

Lewis Hamilton var 63 þúsundustu úr sekúndu fljótari með sinn besta hring á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Silverstone, sem var að ljúka í þessu, en liðsfélagi hans Nico Rosberg. Hálfri sekúndu á eftir Rosberg varð svo Daniel Ricciardo hjá Red Bull.

Max Verstappen hjá Red Bull átti svo fjórða besta hringinn, en í sætum fimm til tíu urðu eftirfarandi ökumenn - í þessari röð - Sebastian Vettel hjá Ferrari, Valtteri Bottas hjá Williams, Ferando Alonso hjá McLaren, Nico Hülkenberg hjá Force India, Kimi Räikkönen hjá Ferrari og Carlos Sainz hjá Toro Rosso en tími hans var 1.32,889 mín., eða næstum tveimur sekúndum lakari en topphringur Hamiltons, sem mældist 1.30,904 mín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert