Rosberg tók völdin

Nico Rosberg æfir dekkjastopp á seinni æfingunni í Singapúr í …
Nico Rosberg æfir dekkjastopp á seinni æfingunni í Singapúr í dag. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes tók völdin á seinni æfingu dagsins í Marina-brautinni í Singapúr. Setti hann langbesta tímann á hringnum og var 0,275 sekúndum fljótari en næsti maður, Kimi Räikkönen hjá Ferrari.

Á morgunæfingunni ók Max Verstappen á Red Bull hraðast en hann átti þriðja besta hringinn á seinni æfingunni, var 0,1 sekúndu lengur í förum en Räikkönen.  

Í sætum fjögur til tíu á henni urðu - í þessari röð - Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Sebastian Vettel hjá Ferrari, Nico Hülkenberg hjá Force India,  Lewis Hamilton hjá Mercedes, Carlos Sainz hjá Toro Rosso, Fernando Alonso hjá McLaren og Daniil Kvyat hjá Toro Rosso.
 
Athygli vekur að Hamilton var röskri sekúndu lengur með hringinn en liðsfélagi hans Rosberg. Á honum og Kvyat í tíunda sæti munaði rétt tæpum tveimur sekúndum.

Stýri keppnisbíls Nico Rosberg er býsna frábrugðið stýri í venjulegum …
Stýri keppnisbíls Nico Rosberg er býsna frábrugðið stýri í venjulegum fólksbíl. AFP
Kappaksturinn í Singapúr er sá 200. á ferli Nico Rosberg. …
Kappaksturinn í Singapúr er sá 200. á ferli Nico Rosberg. Mercedes liðið gerir sér dagamun af því tilefni. AFP
Dekkjamaður hjá Mercedes undirbýr og yfirfer dekkjaskammt Nico Rosberg á …
Dekkjamaður hjá Mercedes undirbýr og yfirfer dekkjaskammt Nico Rosberg á keppnishelginni í Singapúr. AFP
Nico Rosberg á fyrri æfingu dagsins í Singapúr.
Nico Rosberg á fyrri æfingu dagsins í Singapúr. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert