Hamilton fremstur á fyrstu æfingu

Lewis Hamilton á fyrstu æfingu helgarinnar í Sao Paulo.
Lewis Hamilton á fyrstu æfingu helgarinnar í Sao Paulo. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes  (1.11,895) var rétt tæplega 0,1 sekúndu fljótari með hringinn í Interlagosbrautinni í Sao Paulo en næsti maður, Max Verstappen (1.11,991) hjá Red Bull.

Þriðji fljótastur varð Nico Rosberg (1.12,125) liðsfélagi Hamiltons og var svipaður munur á þeim Verstappen.

Fjórða besta tímann átti Daniel Ricciardo hjá Red Bull sem var 0,2 lengur í förum en Rosberg. Tæp sekúnda var síðan í fimmta mann, Valtteri Bottas hjá Williams. Ólíkt öðrum brúkuðu ökumenn Ferrari ekki mýkstu dekkin á æfingunni og kann það að skýra hvers vegna Sebastien Vettel og Kimi Räikkönen voru aðeins í níunda og tíunda sæti á lista yfir hröðustu hringi.

Í sætum sex til átta urðu Force Indialiðarnir Sergio Perez og Nico Hülkenberg svo og heimamaðurinn Felipe Massa hjá Williams.

Lewis Hamilton á fyrri æfingu dagsins í Sao Paulo.
Lewis Hamilton á fyrri æfingu dagsins í Sao Paulo. AFP
Lewis Hamilton tekur við málverki af brasilíska ökumanninum Ayrton Senna …
Lewis Hamilton tekur við málverki af brasilíska ökumanninum Ayrton Senna í Sao Paulo. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert