Hafna beiðni Ferrari

Sebastian Vettel í Mexíkó.
Sebastian Vettel í Mexíkó. AFP

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur hafnað beiðni Ferrari um að endurskoða refsingu sem dæmd var Sebastian Vettel fyrir akstursbrot undir lok mexíkóska kappaksturs og felldi hann úr þriðja sæti í það fimmta.

Bætt var 10 sekúndum við lokatíma Vettels vegna vítisins og hann sviptur tveimur skírteinispunktum eftir að dómarar kappakstursins komust að þeirri niðurstöðu að hann hafi varið stöðu sína með ólögmætum hætti gagnvart Daniel Ricciardo hjá Red Bull.

Braut Vettel svonefnda „Verstappen“-reglu sem beitt hefur verið í síðustu mótum og varðar stefnubreytingar á bremsusvæðum. Bað Ferrari FIA að endurskoða ákvörðunina í ljósi nýrra gagna, GPS-mælinga, í þágu aukins skilnings á reglunum í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert