Hamilton vann fyrsta slaginn

Nico Rosberg (t.v.) og Lewis Hamilton rðæa við blaðamenn í …
Nico Rosberg (t.v.) og Lewis Hamilton rðæa við blaðamenn í Abu Dhabi í gær. AFP

Lewis Hamilton vann fyrstu lotuna í sálfræðihernaði helgarinnar gegn liðsfélaga sínum,  Nico Rosberg. Þeir takast á um heimsmeistaratitil ökumanna á vertíðinni sem lýkur á sunnudag í Abu Dhabi.

Hamilton var tæplega 0,3 sekúndum fljótari með hringinn en Rosberg og tíma sinn setti hann á ofurmjúkum dekkjum. Hann slapp með skrekkinn um miðbik æfingarinnar er hann snarsneri bílnum í beygjuhlykknum sem markar fimmtu og sjöttu beygju brautarinnar.

Rosberg hefur 12 stiga forskot á Hamilton í titilslagnum og dugar þriðja sætið í kappakstri sunnudagsins til að vinna titilinn, að því gefnu að Hamilton vinni.

Ökumenn Red Bull fylgdu Mercedesþórunum fasts eftir. Max Verstappen var einungis 54 þúsundustu á eftir Rosberg í þriðja sæti. Þá varð Daniel Ricciardo aðeins 65 þúsundustu á eftir liðsfélaga sínum í fjórða sæti.

Ökumenn Mercedes og Red Bull voru vel á undan Sebastian Vettel sem átti fimmta besta tímann, rúmlega sekúndu á eftir Hamilton. Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Sergio Pérez hjá Force India, Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Carlos Sainz hjá Toro Rosso, Felipe Massa hjá Willliams og Marcus Ericsson hjá Sauber.

Nico Rosberg (t.v.) og Lewis Hamilton rðæa við blaðamenn í …
Nico Rosberg (t.v.) og Lewis Hamilton rðæa við blaðamenn í Abu Dhabi í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert