Tvöfalt hjá Ferrari

Daniel Ricciardo á ferð í Sjanghæ.
Daniel Ricciardo á ferð í Sjanghæ. AFP

Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen hjá Ferrari voru í sérflokki á þriðju æfingu keppnishelgarinnar í Sjanaghæ í Kína en henni var að  ljúka. Valtteri Bottas hjá Mercedes átti þriðja besta tímann, 1:33,707 mín.

Aðeins munaði 53 þúsundustu úr sekúndu á tímum Vettels (1:33,336) og Räikkönen (1:33,389) en Hamilton var lengstum þriðji á 1:34,093). Bottas skaust þó vel fram úr honum á síðasta hring æfingarinnar, bætti sig þá um 0,6 sekúndur.

Fyrsta tuginn á lista yfir hröðustu hringi fylltu svo Felipe Massa hjá Williams (1:34,773), Max Verstappen (1:34,946) hjá Red Bull,  Daniel Ricciardo hjá Red Bull (1:35,092), Lance Stroll hjá Williams (1:35,182), Jolyon Palmer hjá Renault (1:35,192) og Carlos Sainz hjá Toro Rosso (1:35,223).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert