Vettel fremstur og tvöfalt hjá Ferrari

Sebastian Vettel á ferð í Hockenheim í morgun.
Sebastian Vettel á ferð í Hockenheim í morgun. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelagar þýska kappaksturins og næstfljótastur varð liðsfélagi hans Charles Leclerc.

Á þeim munaði 0,255 sekúndum og Lewis Hamilton á Mercedes var svo 47 þúsundustu úr sekúndu á eftir Leclerc með þriðja besta hringinn.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen á Red Bull, Valtteri Bottas á Mercedes, Pierre Gasly á Red Bull, Caros Sainz á McLaren, Romain Grosjean á Haas, Lance Stroll á Racing Point og Daniel Ricciardo á Renault.

Munaði rúmlega 1,5 sekúndum á tímum Vettels og Ricciardo og aðeins sex fremstu voru á sömu sekúndunni.

Heitt var í Hockenheim, rúmar 30 gráður, er æfingin fór fram og var því spáð, að enn heitar yrði síðdegis er seinni æfingin væri fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert