Ísland upp um eitt sæti á lista FIFA

Frá leik Íslendinga og Letta á Laugardalsvelli nýlega.
Frá leik Íslendinga og Letta á Laugardalsvelli nýlega. mbl.is/Árni

Ísland hefur hækkað um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þrátt fyrir töp fyrir Lettlandi og Liechtenstein frá því septemberlistinn kom út. Er Ísland nú í 79.-80. sæti ásamt Kongó en var í 80. sæti síðast. Argentínumenn hafa sest í 1. sæti listans og Brasilíumenn eru í 2. sæti en Ítalir, sem voru í 1. sæti í september, hafa fallið í það þriðja.

Í næstu sætum á listanum eru Frakkar, Þjóðverjar, Spánverjar, Hollendingar, Portúgalir, Tékkar og Króatar.

Meðal þeirra þjóða, sem hafa hækkað mest milli mánaða, eru Rússar, sem eru í 16. sæti og hækkuðu um 10 sæti, Norðmenn í 21. sæti, hækkuðu um 8, Ungverjar í 48. sæti, hækkuðu um 7, Kýpurbúar í 57. sæti, hækkuðu um 11, Moldóvar í 61, sæti upp um 11 og Georgíumenn, sem eru í 71, sæti, hækkuðu um 33 sæti.

Lettar eru í 86. sæti, hækkuðu um 8 og Liechtenstein hækkaði um 23 sæti og er í 119. sæti.

Listinn í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert