Sex nýliðar í hópnum fyrir Möltumótið

Ólafur Jóhannesson er kominn með stóran hóp fyrir Möltumótið.
Ólafur Jóhannesson er kominn með stóran hóp fyrir Möltumótið. Árvakur/Kristinn

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu tilkynnti í dag 30 manna hóp fyrir alþjóðlega mótið á Möltu í febrúar. Sex nýliðar eru í hópnum en Eiður Smári Guðjohnsen er ekki með.

Nýliðarnir eru Stefán Logi Magnússon úr KR, Aron Einar Gunnarsson úr AZ Alkmaar, Bjarni Þór Viðarsson úr Everton, Eyjólfur Héðinsson úr GAIS, Jónas Guðni Sævarsson úr KR og Pálmi Rafn Pálmason úr Val. Þeir Bjarni, Eyjólfur og Jónas hafa áður verið í landsliðshópi en ekki spilað landsleik.

Ísland leikur við Hvíta-Rússland 2. febrúar, Möltu 4. febrúar og Armeníu 6. febrúar.

Ólafur valdi eftirtalda leikmenn:

Markverðir:
Fjalar Þorgeirsson, Fylki
Kjartan Sturluson, Val
Stefán Logi Magnússon, KR

Aðrir leikmenn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Helgi Sigurðsson, Val
Tryggvi Guðmundsson, FH
Jóhannes Karl Guðjónsson, Burnley
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Bjarni Guðjónsson, ÍA
Stefán Gíslason, Bröndby
Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Emil Hallfreðsson, Reggina
Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Baldur I. Aðalsteinsson, Val
Matthías Guðmundsson, FH
Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Birkir Már Sævarsson, Val
Bjarni Ólafur Eiríksson, Val
Theódór Elmar Bjarnason, Lyn
Davíð Þór Viðarsson, FH
Sverrir Garðarsson, FH
Aron Einar Gunnarsson, AZ Alkmaar
Bjarni Þór Viðarsson, Everton
Eyjólfur Héðinsson, GAIS
Jónas Guðni Sævarsson, KR
Pálmi Rafn Pálmason, Val

Hermann, Jóhannes, Kristján, Grétar, Emil og Ólafur Ingi leika aðeins gegn Armenum.

Theódór Elmar, Aron og Bjarni leika aðeins gegn Hvít-Rússum. Veigar, Hjálmar og Ragnar verða ekki með í þeim leik en koma í leikina við Möltu og Armeníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert