Nokkrar breytingar á liði Íslands

Gunnleifur Gunnleifsson verður í markinu á Hampden Park í kvöld.
Gunnleifur Gunnleifsson verður í markinu á Hampden Park í kvöld. mbl.is/hag

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Skotum sem hefst á Hampden Park í Glasgow kl. 19.00 í kvöld. 

Staðan í 9. riðli.

Emil Hallfreðsson er ekki leikfær og Indriði Sigurðsson færist í stöðu vinstri kantmanns í hans stað en Bjarni Ólafur Eiríksson fer í stöðu vinstri bakvarðar. Pálmi Rafn Pálmason verður kantmaður hægra megin í stað Birkis Más Sævarssonar og varnartengiliðir verða Aron Einar Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson. Arnór Smárason verður í fremstu víglínu en Veigar Páll Gunnarsson, sem skoraði sigurmarkið í síðasta leik í keppninni, gegn Makedóníu, situr á varamannabekknum.

Sem kunnugt er þá vantar í liðið þá Brynjar Björn Gunnarsson, Heiðar Helguson og Birki Má Sævarsson, sem eru meiddir, og Stefán Gíslason, sem tekur út leikbann.

Markvörður:
Gunnleifur Gunnleifsson, Vaduz

Varnarmenn:
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Bjarni Ólafur Eiríksson, Val

Tengiliðir:
Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg
Indriði Sigurðsson, Lyn

Framherji:
Arnór Smárason, Heerenveen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert