Hollendingar á HM eftir sigur gegn Íslandi, 2:1

Mark van Bommel skorar annað mark Hollendinga með hörkuskoti.
Mark van Bommel skorar annað mark Hollendinga með hörkuskoti. mbl.is/Golli

Holland sigraði Ísland, 2:1, í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Suður-Afríku á næsta ári.

Holland hefur fengið 18 stig eftir sex leiki í riðlinum og verður ekki velt úr efsta sætinu héðan af. Ísland er áfram með 4 stig.

Nigel De Jong og Mark Van Bommel komu Hollendingum í 2:0 með mörkum á 9. og 16. mínútu en undir lokin svaraði Kristján Örn Sigurðsson fyrir Ísland, 2:1.

Þrír íslenskir leikmenn eru komnir í eins leiks bann vegna gulra spjalda, Indriði Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hermann Hreiðarsson, og verða þeir ekki með gegn Makedóníu í Skopje á miðvikudagskvöldið. 

Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson - Grétar Rafn Steinsson, Hermann Hreiðarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Indriði Sigurðsson - Birkir Már Sævarsson, Stefán Gíslason, Pálmi Rafn Pálmason, Helgi Valur Daníelsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Eiður Smári Guðjohnsen.
Varamenn: Árni Gautur Arason (M), Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Smárason.

Lið Hollands: Maarten Stekelenburg - John Heitinga, André Ooijer, Joris Mathijsen, Giovanni van Bronckhorst (F), Mark van Bommel, Robin van Persie, Nigel de Jong, Dirk Kuyt, Rafael van der Vaart, Arjen Robben.
Varamenn: Gregory van Wiel, Stin Schaars, Klaas Jan Huntelaar, Edson Braafheid, Henk Timmer (M), David Mendes da Silva, Ryan Babel.

Robin van Persie þrumar boltanum sem small í stönginni sekúndubrotum …
Robin van Persie þrumar boltanum sem small í stönginni sekúndubrotum síðar. mbl.is/Golli
Dirk Kuyt og Kristján Örn Sigurðsson eigast við.
Dirk Kuyt og Kristján Örn Sigurðsson eigast við. mbl.is/Golli
* 1:2 Holland opna loka
90. mín. Hermann Hreiðarsson (*) fær gult spjald fyrir brot á Arjen Robben. Hermann verður einnig í leikbanni á miðvikudaginn í Makedóníu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert