Hvöt í Evrópukeppni í Austurríki

Hvöt frá Blönduósi, Íslandsmeistararnir í innanhússknattspyrnu, Futsal, leika gegn meistaraliðum Austurríkis, Ísraels og Armeníu í riðlakeppni Evrópukeppninnar í ágústmánuði. Riðillinn verður leikinn í Austurríki.

Hvöt vann Íslandsmótið innanhúss í vetur og öðlaðist með því keppnisrétt í Evrópukeppninni í Futsal þar sem meistaralið 47 Evrópuríkja taka þátt.

Hvöt er í F-riðli keppninnar en dregið var í Nyon í Sviss nú um hádegið. Riðillinn lítur þannig út:

ASA Tel-Aviv, Ísrael
Erebuni Jerevan, Armeníu
Allstars Wiener Neustadt, Austurríki
Hvöt, Íslandi

Leikið verður í Austurríki dagana 15.-23. ágúst.

Sigurliðið í riðlinum fer síðan í milliriðil í lok september en hann er leikinn í Rúmeníu. Þar leika, auk sigurliðsins í Austurríki:

Deva, Rúmeníu
Marlene, Hollandi
Iberia 2003 Tbilisi, Georgíu

Riðlakeppnin í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert