Katrín í stað Söru í leiknum í Lyon

Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir. mbl.is/Eggert

Katrín Ómarsdóttir leysir Söru Björk Gunnarsdóttur af hólmi í byrjunarliði Íslands í dag. Íslenska liðið mætir þá því franska í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í Lyon og viðureign liðanna hefst klukkan 14.30 á hinum glæsilega Stade de Gerland-leikvangi í frönsku borginni.

Sara Björk veiktist í gær og flest bendir til þess að hún sé með svínaflensu enda þótt það hafi ekki verið staðfest með óyggjandi hætti. Klara Bjartmarz, fararstjóri íslenska liðsins, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að Söru væri haldið í einangrun á hóteli liðsins og aðrar hefðu ekki veikst. Soffía Gunnarsdóttir úr Stjörnunni var í gær kölluð inn í hópinn í stað Söru. Hún flaug til London síðdegis í gær og er væntanleg þaðan til Lyon fyrir hádegið í dag.

Reiknað er með að í Lyon í dag verði 18 stiga hiti og skýjað. Frakkar búast við um 10 þúsund áhorfendum.

Fyrir utan Söru teflir Sigurður Ragnar fram sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn Eistlandi, 12:0, í september.

Þóra B. Helgadóttir er í markinu, vörnina skipa Erna B. Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir, á miðjunni leika Katrín Ómarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Edda Garðarsdóttir, á köntunum eru Rakel Hönnudóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir og í fremstu víglínu er Margrét Lára Viðarsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert