Byrjunarlið Íslands í kvöld

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmanni sínum, Pétri Péturssyni.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmanni sínum, Pétri Péturssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Jóhannesson þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur gefið út byrjunarliðið sem etur kappi við Norðmenn í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í kvöld.

Þetta er fyrsti leikur þjóðanna í undankeppninni fyrir úrslitakeppnina sem fram fer í Úkraínu og Póllandi eftir tvö ár. Flautað verður til leiks á Laugardalsvellinum klukkan 19.

Byrjunarlið Íslands: 4:2:3:1: 

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson (FH).

Varnarmenn: Grétar Rafn Steinsson (Bolton), Sölvi Geir Ottesen (FC Köbenhavn), Kristján Örn Sigurðsson (Hönefoss), Indriði Sigurðsson (Viking).

Miðjumenn
: Gylfi Sigurðsson (Hoffenheim), Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts), Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk), Aron Einar Gunnarsson (Coventry), Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar).

Framherji
: Heiðar Helguson (QPR).

Varamenn: Ingvar Þór Kale, Ragnar Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Ólafur Ingi Skúlason, Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson, Rúrik Gíslason.

Þeir leikmenn sem utan hópsins í kvöld eru: Árni Gautur Arason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Brynjar Björn Gunnarsson og Matthías Vilhjálmsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert