Harma hegðun Guðnýjar Guðleifar

Guðný Guðleif Einarsdóttir (t.v.) í leik með KR.
Guðný Guðleif Einarsdóttir (t.v.) í leik með KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðný Guðleif Einarsdóttir var á dögunum úrskurðuð í 4 leikja bann fyrir gróft brot hennar á leikmanni Sindra í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Hún og kvennaráð knattspyrnudeildar FH sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem framkoma hennar í umræddum leik er hörmuð. Einnig kemur fram að hún mun una niðurstöðu KSÍ.

Guðný Guðleif er fyrrverandi leikmaður Sindra og KR. Þetta var fyrsta brottvísun hennar á þessari leiktíð en hún fékk einnig brottvísun á síðustu leiktíð, þá með Sindra í leik gegn Selfossi. Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá eru brottvísanirnar nákvæmlega með árs millibili eða 6. ágúst 2010 og 2011.

Yfirlýsing FH

Guðný Guðleif Einarsdóttir og Kvennaráð knattspyrnudeildar FH harma framkomu Guðnýjar Guðleifar í leik FH og Sindra í 1. deild kvenna í knattspyrnu laugardaginn 06. ágúst sl.

Guðný og FH vilja koma því á framfæri að slík hegðun sé ekki í anda þeirrar knattspyrnu sem Guðný Guðleif og FH vilja ástunda.

Aðilar hafa kynnt sér niðurstöðu aganefndar KSÍ vegna atviksins og munu una henni.

Guðný Guðleif hefur haft samband við viðkomandi leikmann Sindra og beðist persónulegrar afsökunar.

Stjórn Kvennaráðs knattspyrnudeildar FH og Guðný Guðleif Einarsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert