Aðstoðardómari barinn til dauða

Aðstoðardómari.
Aðstoðardómari. AFP

Hollenskur aðstoðardómari í knattspyrnu lést í gær af sárum sínum en hann varð fyrir líkamsárás nokkurra ungmenna eftir leik í unglingaflokki sem hann dæmdi á sunnudaginn.

Aðstoðardómarinn hét Richard Nieuwenhuizen og var 41 árs gamall. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir árás þriggja leikmanna hollenska liðsins Nieuw Sloten á sunnudaginn. Leikurinn fór fram í Almere og einn af sonum dómarans tók þátt í leiknum.

Að sögn hollensku lögreglunnar hafa þrjú ungmenni á aldrinum 15 og 16 ára verið handtekin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert