Indriði með 40 milljónir í laun á ári

Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var með langmestar tekjur íslenskra knattspyrnumanna í Noregi á síðasta ári samkvæmt nýútkomnu yfirliti yfir tekjur íbúa Noregs. Indriði þénaði jafnvirði rúmlega 40 milljóna íslenskra króna fyrir skatt, sem jafngildir mánaðartekjum upp á 3,3 milljónir króna.

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, kom næstur Indriða með árstekjur upp á rúmar 24 milljónir króna, og Steinþór Freyr Þorsteinsson leikmaður Sandnes Ulf þénaði rúmlega 20 milljónir króna en hluta þeirra tekna fékk hann fyrir störf sem verkfræðingur.

Hér að neðan má sjá lista yfir íslenska leikmenn sem spiluðu í Noregi á síðasta ári og árstekjur þeirra í íslenskum krónum fyrir skatt.

Leikmaður

Félag

Árstekjur

Indriði Sigurðsson

Viking

40.228.000

Birkir Már Sævarsson

Brann

24.231.000

Steinþór Freyr Þorsteinsson

Sandnes Ulf

20.395.000

Pálmi Rafn Pálmason

Lilleström

19.719.000

Kristján Örn Sigurðsson

Hönefoss

14.342.000

Matthías Vilhjálmsson

Start

13.442.000

Jón Daði Böðvarsson

Viking

10.844.000

Guðmundur Kristjánsson

Start

10.757.000

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Hönefoss

10.043.000

Andrés Már Jóhannesson

Haugesund

7.413.000

Guðmundur Þórarinsson

Sarpsborg

4.902.000

Þórarinn Ingi Valdimarsson

Sarpsborg

4.625.000

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert