Kosning til forseta FIFA er hafin

Sepp Blatter sækist eftir kjöri í fimmta sinn.
Sepp Blatter sækist eftir kjöri í fimmta sinn.

Nú rétt í þessu var að hefjast kosning til næsta forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, á ársþingi sambandsins í Zürich í Sviss.

Kosið á milli Sepp Blatter, forseta síðustu sautján ára, og jórd­anska prins­ins Ali bin al-Hus­sein.

Alls eru 209 knatt­spyrnu­sam­bönd með at­kvæðis­rétt á þing­inu. Hvert þeirra hef­ur sama vægi. Hljóti ann­ar fram­bjóðend­anna 2/​3 hluta at­kvæða, eða 140 at­kvæði, í 1. um­ferð verður sá hinn sami lýst­ur sig­ur­veg­ari. Verði mjórra á mun­um fer fram 2. um­ferð kosn­inga þar sem dug­ar að fá yfir helm­ing at­kvæða.

Blatter hef­ur verið for­seti í 17 ár og á stuðning vís­an víða þó að ein­hverj­ir hafi skipt um skoðun eft­ir at­b­urði liðinna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert