Birkir á leið til Basel

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. mbl.is/Ómar

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins náð samkomulagi við svissneska úrvalsdeildarliðið Basel um að ganga í raðir félagsins.

Þriggja ára samningur liggur tilbúinn á borðinu en beðið er eftir því Basel nái saman við ítalska B-deildarliðið Pescara um félagaskiptin. Félögin eru í samningaviðræðum og góður möguleiki er á að samningar takist í dag og að Birkir skrifi þá í kjölfarið undir við Basel. Kaupverðið er talið vera ein milljón evra, en sú upphæð jafngildir 148 milljónum íslenskra króna.

Búinn að standast læknisskoðun

Síðustu vikur hefur Birkir verið sterklega orðaður við ítalska A-deildarliðið Torino og sérstaklega eftir að Pescara tilkynnti það opinberlega að það hefði gert samning við félagið um félagaskiptin. Birkir var í viðræðum við Torino en upp úr þeim slitnaði og í kjölfarið hóf hann viðræður við Basel. Birkir hefur þegar staðist læknisskoðun hjá svissneska liðinu og hefur samþykkt samningstiboð Basel, að því er heimildir Morgunblaðsins herma.

Sjá fréttina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert