Jón Daði grét af vonbrigðum

Jón Daði og Indriði niðurlútir eftir tapið í gær.
Jón Daði og Indriði niðurlútir eftir tapið í gær. Ljósmynd/viking-fk.no

Jón Daði Böðvarsson leikmaður norska knattspyrnuliðsins Viking gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap Viking á móti Saarpsborg í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í gær.

Selfyssingurinn, sem hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu og gengur í raðir þýska B-deildarliðsins Kaiserslutern um áramótin, grét þegar flautað var til leiksloka og þurfti fyrirliðinn Indriði Sigurðsson að taka utan um landa sinn úti á vellinum.

„Jón Daði var mjög tilfinningaríkur og þurfti að fá aðstoð. Ég þurfti að rétta honum öxlina þar sem hann gat hleypt tilfinningunum út,“ sagði Indriði við norska blaðið Verdens Gang en draumur Jóns Daða var að kveðja lið sitt með bikarmeistaratitli.

„Ég get ekki útskýrt hvernig við töpuðum þessu en þetta var stöngin út hjá okkur. Þetta er versta tapið sem ég hef upplifað hjá Viking,“ sagði Indriði.

Indriði er á sínu sjöunda tímabili með Viking og því síðasta en hann heldur heim á leið eftir leiktíðina og gengur til liðs við sitt gamla félag, KR.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert