„Verður þetta eitthvað betra?“

Beckham, Figo, Zidane, Raúl og Ronaldo fagna marki með Real …
Beckham, Figo, Zidane, Raúl og Ronaldo fagna marki með Real Madrid fyrir rúmum áratug. DYLAN MARTINEZ

David Beckham er í skýjunum með ráðningu Zinedine Zidane sem þjálfara Real Madrid. Beckham og Zidane voru samherjar hjá Real á árunum 2003-2006.

„Verður þetta eitthvað betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við elskum öll tekur við félaginu sem ég og margir fleiri elskum,“ skrifaði Beckham á Instagram-síðu sína í gær þegar ráðning Zidane var gerð opinber.

Þetta er fyrsta félagið sem Zidane stýrir en hann var þjálfari B-liðs Madrídinga. Hann tekur við af Rafael Benítez sem var rekinn þrátt fyrir að félagið væri í 3. sæti spænsku 1. deildarinnar og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Færslu Beckham á Instagram má sjá hér að neðan:

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BAIRuUozWWk/" target="_blank">Does it get any better than this ?? A man that has been the best at a game we all love , taking over of a club that myself and many more people love... Someone with drive , passion and also doesn't accept failure on any level.. Taking over from a manager that has huge experience and respect in the game , but taking on a position that he will relish ... THE BEST PERSON FOR THE JOB 🇪🇸 @realmadrid</a>

A photo posted by David Beckham (@davidbeckham) on Jan 4, 2016 at 11:45am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert