Gott að skora snemma

Alfreð Finnbogason á æfingu hjá Augsburg.
Alfreð Finnbogason á æfingu hjá Augsburg. Ljósmynd/@FCAugsburg

„Það er alltaf gott að skora snemma þegar maður er kominn í nýtt lið og ég tala nú ekki um á heimavelli. Ég hef verið heppinn að skora í mínum fyrsta heimaleik með þeim liðum sem ég hef spilað með. Ég skoraði í fyrsta heimaleiknum með Breiðabliki, Helsingborg, Heerenveen og nú Augsburg og ég ætla að vona að ég geti bara haldið þessu áfram. Þetta er góð hefð,“ sagði landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, framherji þýska liðsins Augsburg, við Morgunblaðið í gær en Alfreð opnaði markareikning sinn með félaginu í gær.

Hann skoraði fyrra mark sinna manna í 2:2 jafntefli á móti Borussia Mönchengladbah á WWK vellinum í Augsburg með hörkuskalla þar sem boltinn hafnaði efst í markhorninu. Þetta var þriðji leikur Alfreðs með liðinu eftir að hann gekk í raðir félagsins frá gríska liðinu Olympiacos í síðasta mánuði og sá annar í byrjunarliðinu en hann var ekki gjaldgengur með því í Evrópuleikjunum á móti Liverpool.

Viðtalið við Alfreð má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert