Glódís og stöllur burstuðu Wolfsburg

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur tóku stórt skref í átt …
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur tóku stórt skref í átt að þýska meistaratitilinum. AFP/Franck Fife

Bayern München tók stórt skref að þýska meistaratitlinum í knattspyrnu kvenna eftir útisigur á helstu keppinautum sínum, Wolfsburg, 4:0, í Wolfsburg í dag. 

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bæjara en Sveindís Jane Jónsdóttir lék einnig allan leikinn fyrir Wolfsburg. Þá er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir að ná sér til baka eftir meiðsli hjá Bayern.

Pernille Harder, Jovana Damnjanovic, Lea Schüller og Georgia Stanway skoruðu mörk Bæjara sem eru nú með 45 stig eða sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Wolfsburg er í öðru með 38. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert