Landsliðskonan fór hamförum í stórsigri

Diljá Ýr Zomers hefur raðað inn mörkum í Belgíu.
Diljá Ýr Zomers hefur raðað inn mörkum í Belgíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers fór vægast sagt á kostum í stórsigri OH Leuven á Genk, 8:0, í meistarariðli efstu deildar belgíska fótboltans í Leuven í dag.

Leuven er í toppsæti deildarinnar með 25 stig, jafnmörg og Standard Liege. 

Diljá skoraði fjögur mörk, helminginn af mörkum Leuven, og eitt þeirra úr vítaspyrnu, en hún er markahæst leikmanna liðsins á þessu tímabili með 17 mörk og hefur leikið frábærlega síðan hún kom til félagsins í byrjun tímabilsins frá Norrköping í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert