Líkamleg átök gegn Íslendingum

Úkraínskir áhorfendur fjölmenntu á leik liðsins í Zenica í Bosníu …
Úkraínskir áhorfendur fjölmenntu á leik liðsins í Zenica í Bosníu á fimmtudagskvöldið og verða örugglega mjög margir á leiknum í Wroclaw. AFP/Elvis Barukcic

Denys Popov, landsliðsmaður Úkraínu og leikmaður Dynamo Kiev, segir að úkraínska liðið þurfi að búa sig undir líkamleg átök í úrslitaleiknum gegn Íslandi í Wroclaw á þriðudagskvöldið.

„Við höfum skoðað leiki íslenska liðsins mjög vel og þjálfarinn segir að við munum halda því áfram. Við verðum því vel undirbúnir. Ísland er eitt þeirra landsliða sem leika af miklum líkamlegum krafti og við þurfum að vera tilbúnir í það, bæði líkamlega og andlega," segir Popov á heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins.

„Við þurfum virkilega á stuðningi áhorfenda að halda, hann gefur okkur aukakraft. Ég skora á ykkur öll að mæta," segir Popov en 39 þúsund áhorfendur mættu á völlinn í Wroclaw síðasta haust þegar Úkraína gerði þar jafntefli, 1:1, við England í undankeppni EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert