Ánægður að vera rekinn frá Íslendingaliðinu

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikur með Norrköping.
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikur með Norrköping. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Glen Riddersholm, fyrrverandi knattspyrnustjóri Íslendingaliðs Norrköping í Svíþjóð, kveðst tvisvar á þjálfaraferlinum hafa verið ánægður með að vera leystur frá störfum.

Riddersholm var rekinn að loknu síðasta tímabili þegar Norrköping hafnaði í níunda sæti af 16 liðum í sænsku úrvalsdeildinni.

Í sjónvarpsþættinum Klubben á Discovery+ var Riddersholm spurður hreint út hvort hann hefði nokkurn tímann verið ánægður með að vera rekinn á þjálfaraferlinum.

„Já, ég var ánægður með að hverfa á braut í síðasta starfi mínu í Svíþjóð.

Ég var líka ánægður með að láta af störfum hjá SönderjyskE vegna aðstæðna sem komu upp á meðan ég starfaði þar,“ svaraði Riddersholm hreinskilnislega.

Með Norrköping leika Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert