Hættur við að hætta tveimur dögum síðar

Zhang Linpeng í leik með kínverska landsliðinu.
Zhang Linpeng í leik með kínverska landsliðinu. AFP

Zhang Linpeng, fyrirliði kínverska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að draga ákvörðun sína um að leggja landsliðsskóna á hilluna til baka.

Zhang, sem er á 105 A-landsleiki að baki, gaf það út eftir jafntefli Kína gegn Singapúr, 2:2, í undankeppni HM 2026 á fimmtudag, að jafnteflið væri hneyksli og hann væri hættur með landsliðinu.

Á laugardag tilkynnti Zhang hins vegar að eftir að hafa íhugað málið vel og vandlega í tvo daga hefði hann ákveðið að hætta við að hætta.

„Ég áttaði mig á því að það að leggja skóna á hilluna er ekki eini valkosturinn.

Hvort sem það er í byrjunarliði, á varamannabekknum eða þó ég geti ekki spilað, svo lengi sem ég get lagt mitt af mörkum með landsliðinu, svo lengi sem þjóð mín þarf á mér að halda, mun ég leggja mig allan fram og þrauka allt til enda,“ sagði Zhang í samtali við kínverska ríkissjónvarpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert