Georgía á EM í fyrsta sinn

Leikmenn Georgíu fagna eftir að sætið á EM var í …
Leikmenn Georgíu fagna eftir að sætið á EM var í höfn í kvöld. AFP/Giorgi Arjevanidze

Georgía tryggði sér í kvöld sæti á EM 2024 í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar með því að leggja Grikkland að velli eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik umspils um laust sæti á mótinu í Tblisi.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og sömuleiðis eftir framlengingu.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram sigurvegara. Þar reyndust heimamenn í Georgíu hlutskarpari og unnu 4:2.

Georgía skoraði úr fjórum af fimm spyrnum sínum á meðan Grikkland klúðraði tveimur af fjórum spyrnum sínum.

Georgía í G-riðil

Georgía mun því taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar, en Georgía tilheyrði Sovetríkjunum sálugu frá 1960 til 1992 og tók þátt á stórmótum undir þeirra merkjum.

Georgía fer í G-riðlil með Tyrklandi, Portúgal og Tékklandi á EM 2024 í Þýskalandi í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert