Pólland á EM eftir vítakeppni

Robert Lewandowski og félagar í Póllandi fara á EM 2024 …
Robert Lewandowski og félagar í Póllandi fara á EM 2024 í sumar. AFP/Geoff Caddick

Pólland tryggði sér í kvöld sæti á EM 2024 í Þýskalandi í sumar með því að leggja Wales að velli eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik umspils um laust sæti á mótinu í Cardiff.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og sömuleiðis að lokinni framlengingu.

Því þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram sigurvegara.

Pólland hafði betur í henni, 5:4, með því að skora úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Daniel James klúðraði fimmtu og síðustu spyrnu Wales.

Hana varði Wojciech Szczesny í marki Póllands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert