Íslendingaliðið upp um deild

Kristall Máni Ingason og félagar í SönderjyskE spila í efstu …
Kristall Máni Ingason og félagar í SönderjyskE spila í efstu deild að ári Ljósmynd/SönderjyskE

Kristall Máni Ingason skoraði fyrra mark Sønderjyske sem tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með 2:1 heimasigri á Fredericia.

Fjórar umferðir eru eftir af 1. deildinni og Sønderjyske er enn í harðri baráttu um sigur í deildnni við AaB, lið Nóels Atla Arnórssonar, sem eru sex stigum á eftir en eiga leik til góða.

Kristall fór af velli á 74. mínútu en Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn í vörn liðsins. Atli Barkarson glímir við meiðsli og var fjarverandi í liði Sønderjyske í dag.

Daníel Leó Grétarsson í landsleik
Daníel Leó Grétarsson í landsleik Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert