Blikastúlkur Íslandsmeistarar

Blikarstúlkur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í dag. Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði, tók við …
Blikarstúlkur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í dag. Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði, tók við bikarnum úr hendi Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ. Morgunblaðið/Ásdís

Breiðablik tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í Landssímadeild kvenna með því að vinna Stjörnuna í síðustu umferðinni, 0:1, í Garðabæ. Rakel Ögmundsdóttir skoraði sigurmarkið strax á þriðju mínútu leiksins. KR-stúlkur, sem urðu Íslands- og bikarmeistarar í fyrra, höfnuðu í öðru sæti en þær gerðu jafntefli við Valsstúlkur í dag, 4:4, að Hlíðarenda.

Blikastúlkur höfðu þriggja stiga forskot á KR fyrir umferðina í dag og hefði þeim því nægt jafntefli til að tryggja sér titilinn. Þær gerðu þó gott betur en það og eru vel að titlinum komnar. Það verður þó ekki tekið af KR-liðinu að markatala þess er glæsileg en það skoraði 76 mörk í leikjunum fjórtán á Íslandsmótinu og fengu á sig þrettán. Það þýðir að KR skoraði að meðaltali 5,4 mörk í leik. Breiðablik á enn markametið, skoraði 79 mörk og fékk á sig aðeins þrjú mörk í 14 leikjum keppnistímabilið 1996. Önnur úrslit í dag urðu þau að ÍBV vann öruggan sigur á FH, 0:7, í Hafnafirði en FH-stúlkur hljóta það hlutskipti að falla niður um deild. Þá hafði Þór/KA betur gegn Skagastúlkum á Akureyri, 2:1. Lokastaðan í Landssímadeild kvenna varð þessi:
    Lið   L   U   J   T   Mörk Stig
1.   Breiðablik 14 12 1 1   59 : 37
2.   KR 14 10 2 2   76 : 13  32
3.   Stjarnan 14 9 2 3   34 : 22  29
4.   ÍBV 14 6 5 3   41 : 16  23
5.   Valur 14 5 3 6   44 : 22  18
6.   ÍA 14 2 4 8   15 : 47  10
7.   Þór/KA 14 2 1 11   14 : 77  7
8.   FH 14 0 2 12   12 : 89  2
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert