Smáþjóðaleikarnir: Ísland með flestu gullverðlaunin

Örn Arnarson á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum í Mónakó.
Örn Arnarson á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum í Mónakó. mbl.is

Íslendingar hafa unnið til flestra gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum í Mónakó en Kýpurbúar hafa unnið flest verðlaun allra þjóða á leikunum. Íslendingar hafa unnið 30 verðlaun, 16 gull, 6 silfur og 8 brons. Kýpurbúar hafa unnið 34 verðlaun, 9 gull, 13 silfur og 12 brons. Luxemborg hefur unnið 31 verðlaun, 9 gull, 9 silfur og 13 brons.

Sundfólkið hefur verið duglegast við að vinna til verðlauna fyrir Ísland en alls hefur það unnið 16 verðlaun, þar af 8 gullverðlaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert