Í mark á sama sekúndubroti

Veronica Campbell, t.v., kemur í mark í 100 metra hlaupi …
Veronica Campbell, t.v., kemur í mark í 100 metra hlaupi kvenna. Torri Edwards, t.h., varð fjórða. Reuters

Veronica Campbell frá Jamíka vann 100 metra hlaup kvenna á heimsmeistaramótinu í Ósaka í Japan í dag. Campbell hljóp á 11,01 sekúndu en bandaríska konan Lauryn Williams fékk sama tíma en var dæmd í 2. sætið. Carmelita Jeter frá Bandaríkjunum varð þriðja á 11,02 sekúndum.

Að vonum þurftu dómarar nokkurn tíma til að skoða myndir af hlaupinu áður en þeir kváðu upp úr um sigurvegarann. Mikil óvissa var á leikvanginum en fyrst birtist nafn og tími Torri Edwards á ljósatöflunni eins og hún hefði sigrað, en hún varð í raun fjórða á 11,4 sekúndum. Síðan fékk Williams sama tíma. Loks birtist nafn Campbells efst á ljósatöflunni, sem skyndilega slokknaði á og enginn vissi hvað hefði gerst.

Nokkrum mínútum síðar birtist nafn Campbells aftur á skerminum eftir að dómarar höfðu borið saman myndir og bækur sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert