Keppendur hlaðnir verðlaunapeningum

Vignir Unnsteinsson tekur vel á því í lyftingum.
Vignir Unnsteinsson tekur vel á því í lyftingum.

Vel hefur gengið hjá íslensku keppendunum á Special Olympics í Shanghai. Einn dag gekk á með mikilli rigningu, en það var daginn sem fréttirnar bárust um fellibyl nálægt hópnum. Fresta þurfti frjálsíþróttakeppni og ólympíuþorp sem sett var upp fyrir keppendur með alls kyns afþreyingu var lokað þann dag. Jafnframt var boccia-keppni færð inn vegna veðurs og hefur verið innandyra síðan. Keppni er lokið í nokkrum greinum og flestir íslensku keppendurnir luku keppni í gær. Þeir hafa staðið sig vel og eru hlaðnir verðlaunum. Smáþreyta hefur gert vart við sig en það hefur ekki haft nein áhrif á góða skapið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert