Vésteinn þjálfari ársins annað árið í röð

Vésteinn Hafsteinsson var í gær kjörinn íþróttaþjálfari ársins í Eistlandi …
Vésteinn Hafsteinsson var í gær kjörinn íþróttaþjálfari ársins í Eistlandi annað árið í röð. mbl.is/Brynjar Gauti

Vésteinn Hafsteinsson var í gærkvöldi kjörinn þjálfari ársins í Eistlandi í hófi sem haldið var í Tallin í tengslum við kjör íþróttamanns ársins þar í landi. Þetta er annað árið í röð sem Vésteini hlotnast þessi heiður og titill. Sama á við um lærisvein hans, Gerd Kanter ólympíu- og heimsmeistara í kringlukasti. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins í Eistlandi í annað skiptið á jafnmörgum árum.

Vésteinn hefur þjálfað Kanter í átta ár. Á árinu varð Kanter ólympíumeistari í kringlukasti og átti auk þess besta heimsárangurinn í þessari grein.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert