Tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins

Ólafur Stefánsson tók síðast við styttunni sem íþróttamaður ársins 2008.
Ólafur Stefánsson tók síðast við styttunni sem íþróttamaður ársins 2008. mbl.is/Ómar

Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins í 54. skipti og hinn 5. janúar verður upplýst hver hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót fyrir árið 2009.

Nöfn 10 efstu í kjörinu liggja nú fyrir en það eru eftirtaldir íþróttamenn, í stafrófsröð:

Björgvin Páll Gústavsson, handknattleikur, Bittenfeld/Kadetten
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna, Barcelona/Mónakó
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur, RN Löwen
Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur, TCU
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttir, Ármanni
Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna, Kristianstad
Jakob Jóhann Sveinsson, sund, Ægi
Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur, KR/Treviso/Granada
Ólafur Stefánsson, handknattleikur, Ciudad Real/RN Löwen
Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna, Kolbotn

Ólafur Stefánsson sigraði í þessu kjöri árið 2008, með gífurlegum yfirburðum, og hreppti þá titilinn í þriðja sinn. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Guðjón Valur Sigurðsson hafa einnig hlotið þetta sæmdarheiti, Eiður tvisvar og Guðjón einu sinni.

Íþróttamenn ársins frá upphafi.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er farið vel yfir það hvað hver og einn af þessum tíu íþróttamönnum afrekaði á árinu 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert