Maradona hættur

Diego Maradona.
Diego Maradona. Reuters

Argentínska knattspyrnusambandið tilkynnti í kvöld, að ákveðið hafi verið að endurnýja ekki samning við Diego Maradona, sem verið hefur landsliðsþjálfari í tæp tvo ár.

Knattspyrnusambandið bauð Maradona fjögurra ára samning fram yfir heimsmeistaramótið árið 2014 en Maradona sagðist aðeins myndu halda áfram, að allt starfsfólk hans yrði endurráðið. Julio Grondona, forseti sambandsins, sætti sig ekki við það en hann vildi skipta um nokkra starfsmenn, þar á meðal  Alejandro Mancuso, sem er náinn vinur Maradona.

Framkvæmdastjórn knattspyrnusambandsins studdi Grondona og ákvað í dag að framlengja ekki samninginn við Maradona. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert