Skjólstæðingur Vésteins fékk silfur

Gerd Kanter á HM.
Gerd Kanter á HM. Reuters

Skjólstæðingur Vésteins Hafsteinssonar, Gerd Kanter ólympíumeistari frá Eistlandi, hafnaði í öðru sæti í kringlukasti á HM í Suður-Kóreu en Þjóðverjinn Robert Harting sigraði.

Harting var í feiknaformi og kastaði þrívegis yfir 68 metrana en lengst kastaði hann 68,97 metra. Kanter kastaði 66,95 metra og getur verið sáttur við sinn árangur því Kanter hefur ekki verið jafnöflugur undanfarið og hann var fyrir tveimur til þremur árum.

Ehsan Hadadi frá Íran fékk bronsverðlaun og kastaði 66,08.

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert