Lyfjaeftirlitið lætur til skarar skríða gegn Armstrong

Lance Armstrong.
Lance Armstrong. AFP

Bandaríska lyfjaeftirlitið segist á heimasíðu sinni hafa svipt hulunni af umfangsmesta svindli í sögu hjólreiðaíþróttarinnar. Liðið sem á í hlut er lið Lance Armstrong, US Postal Service Pro Cycling Team.

Lyfjaeftirlitið segist hafa sent Alþjóðahjólreiðasambandinu skýrslu sem sé rúmlega eitt þúsund blaðsíður þar sem ýmis gögn eru lögð til grundvallar ásamt málflutningi 26 einstaklinga.

Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins, Travis Tygart, segir orðrétt: „Sönnunargögnin sýna án nokkurs vafa að US Postal Service Pro Cycling Team stóð fyrir skipulögðustu, fagmannlegustu og árangursríkustu lyfjamisnotkun sem sést hefur í íþróttinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert